Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sölvi Arnarson, ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal, segir fjölskylduna á bænum vera í miklu áfalli eftir að e. coli-smit kom upp á bænum. Alls hafa tíu börn veikst vegna bakteríunnar. Rætt verður við Sölva í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hann segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana.

Við ræðum einnig við afbrotafræðing sem segir áherslur stjórnvalda í fíkniefnamálum bitna illa á þeim sem eigi um sárt að binda vegna fíknar. Breyta þurfi um stefnu í málaflokknum en ábyrgðin liggi hjá Alþingi.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna átti fund með dómsmálaráðherra í dag um stöðu flóttabarna á Íslandi. Hún segir að æskilegt væri að þverpólitísk þingmannanefnd tæki upp framkvæmd laganna varðandi börn.

Þá greinum við nánar frá dómi sem féll í Héraðsdómi Suðurlands í dag vegna brunans við Kirkjubraut á Selfossi í október þar sem tveir létu lífið og segjum frá nýjustu vendingum í Hong Kong.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×