Fékk fyrstu íbúðina afhenta eftir að hafa búið með börnunum í einu herbergi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 18:24 Katrín Einarsdóttir fékk íbúðina afhenta í dag. Björn Traustason framkvæmdastjóri sést lengst til vinstri á mynd en einnig voru viðstaddar Drífa Snædal forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Mynd/Aðsend Fyrsti leigjandi Bjargs íbúðafélags fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi í dag. Alls fá 68 leigjendur afhentar íbúðir í júní og júlí, við Móaveg og í Asparskógum á Akranesi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bjargi. Katrín Einarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir, fékk afhenta lykla að fyrstu íbúðinni sem fer í útleigu. Í tilkynningu segir að hún hafi búið um nokkurt skeið í einu herbergi heima hjá foreldrum sínum ásamt börnum sínum, sem eru fjögurra og tíu ára gömul. Bjarg íbúðafélag var stofnað af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016 með það að markmiði að byggja upp leiguhúsnæði fyrir tekjulægri félagsmenn samtakanna. Alls eru nú 563 íbúðir í byggingu á vegum félagsins og 490 til viðbótar í hönnunarferli. „Verkalýðshreyfingin hefur enn og aftur tekið frumkvæði að því að bjóða hagkvæmari íbúðir fyrir vinnandi fólk á Íslandi. Það er afar ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika og ég veit að Bjarg mun gera fjölda fólks kleift að búa í mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta er gleðidagur og vísir að því sem koma skal,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ við afhendingu íbúðarinnar í dag. Um 1.150 félagsmenn ASÍ og BSRB eru nú á biðlista eftir íbúðum. Framkvæmdir við 563 íbúðir eru nú í fullum gangi við Móaveg, Urðarbrunn, í Úlfarsárdal við Hallgerðargötu og í Hraunbænum í Reykjavík, sem og á Akranesi og á Akureyri. Þá áætlar Bjarg að afhenda leigjendum 141 íbúð til viðbótar í ár eftir því sem húsnæðið verður tilbúið. Þær íbúðir eru við Móaveg, í Asparskógum og í Urðarbrunni. Unnið er að hönnun 490 íbúða til viðbótar í Bryggjuhverfinu, Gelgjutanga, og Skerjafirði í Reykjavík, og í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fyrsti leigjandi Bjargs íbúðafélags fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi í dag. Alls fá 68 leigjendur afhentar íbúðir í júní og júlí, við Móaveg og í Asparskógum á Akranesi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bjargi. Katrín Einarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir, fékk afhenta lykla að fyrstu íbúðinni sem fer í útleigu. Í tilkynningu segir að hún hafi búið um nokkurt skeið í einu herbergi heima hjá foreldrum sínum ásamt börnum sínum, sem eru fjögurra og tíu ára gömul. Bjarg íbúðafélag var stofnað af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016 með það að markmiði að byggja upp leiguhúsnæði fyrir tekjulægri félagsmenn samtakanna. Alls eru nú 563 íbúðir í byggingu á vegum félagsins og 490 til viðbótar í hönnunarferli. „Verkalýðshreyfingin hefur enn og aftur tekið frumkvæði að því að bjóða hagkvæmari íbúðir fyrir vinnandi fólk á Íslandi. Það er afar ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika og ég veit að Bjarg mun gera fjölda fólks kleift að búa í mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta er gleðidagur og vísir að því sem koma skal,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ við afhendingu íbúðarinnar í dag. Um 1.150 félagsmenn ASÍ og BSRB eru nú á biðlista eftir íbúðum. Framkvæmdir við 563 íbúðir eru nú í fullum gangi við Móaveg, Urðarbrunn, í Úlfarsárdal við Hallgerðargötu og í Hraunbænum í Reykjavík, sem og á Akranesi og á Akureyri. Þá áætlar Bjarg að afhenda leigjendum 141 íbúð til viðbótar í ár eftir því sem húsnæðið verður tilbúið. Þær íbúðir eru við Móaveg, í Asparskógum og í Urðarbrunni. Unnið er að hönnun 490 íbúða til viðbótar í Bryggjuhverfinu, Gelgjutanga, og Skerjafirði í Reykjavík, og í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira