Mjaldrarnir mættir á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 12:00 Ekki liggur ljóst fyrir hvort mjaldrarnir stjórna reikningunum sjálfir. Samsett Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít sem voru nýverið fluttar frá Shang Feng Ocwean World-sædýrasafninu í Sjanghæ til Vestmannaeyja eru nú komnar með Twitter-reikninga. Líklegt verður að teljast að reikningunum sé ekki haldið úti af systrunum sjálfum. Mun sennilegra er að einhver mennskur grínisti, einn eða fleiri, hafi ákveðið að stofna Twitter-reikningana tvo, í nafni gríns og gamans. Meðal þess sem mjaldradömurnar tvær gera að umfjöllunarefni sínu á Twitter er ferðin frá Kína til Íslands. Litla Grá segist til að mynda hafa horft á kvikmyndina „Paul Blart: Mjald Cop“ í vélinni á leið hingað og segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Systir hennar leggur þá orð í belg og spyr hvort hún geti ekki slakað á og haft gaman af mynd, svona einu sinni.Getur þú ekki bara einu fokking sinni slakað á og haft gaman af mynd? — Litla Hvít (@HvitLitla) June 20, 2019 Þá birtir Litla Grá mynd af poka úr fríhöfninni og skrifar með „Nýta tollinn,“ enda ekki á hverjum degi sem mjaldrar gera sér ferðir á milli landa, í það minnsta ekki flugleiðis.Nýta tollinn #tollinn#MjaldreiFórÉgSuðurpic.twitter.com/AsCdHqRUSn — Litla Grá (@GraLitla) June 20, 2019 Hér má sjá Twitter reikning Litlu Grárrar og hér má finna reikning systur hennar, Litlu Hvítrar. Systrunum hefur nú verið komið fyrir í þar til gerðri landlaug og dveljast þær þar í góðu yfirlæti. Er þeim séð fyrir nægum mat, enda þurfa þær að borða um 30 kíló af mat á dag hvor, en fæða þeirra samanstendur af loðnu og síld. Dýr Mjaldrar í Eyjum Twitter Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít sem voru nýverið fluttar frá Shang Feng Ocwean World-sædýrasafninu í Sjanghæ til Vestmannaeyja eru nú komnar með Twitter-reikninga. Líklegt verður að teljast að reikningunum sé ekki haldið úti af systrunum sjálfum. Mun sennilegra er að einhver mennskur grínisti, einn eða fleiri, hafi ákveðið að stofna Twitter-reikningana tvo, í nafni gríns og gamans. Meðal þess sem mjaldradömurnar tvær gera að umfjöllunarefni sínu á Twitter er ferðin frá Kína til Íslands. Litla Grá segist til að mynda hafa horft á kvikmyndina „Paul Blart: Mjald Cop“ í vélinni á leið hingað og segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Systir hennar leggur þá orð í belg og spyr hvort hún geti ekki slakað á og haft gaman af mynd, svona einu sinni.Getur þú ekki bara einu fokking sinni slakað á og haft gaman af mynd? — Litla Hvít (@HvitLitla) June 20, 2019 Þá birtir Litla Grá mynd af poka úr fríhöfninni og skrifar með „Nýta tollinn,“ enda ekki á hverjum degi sem mjaldrar gera sér ferðir á milli landa, í það minnsta ekki flugleiðis.Nýta tollinn #tollinn#MjaldreiFórÉgSuðurpic.twitter.com/AsCdHqRUSn — Litla Grá (@GraLitla) June 20, 2019 Hér má sjá Twitter reikning Litlu Grárrar og hér má finna reikning systur hennar, Litlu Hvítrar. Systrunum hefur nú verið komið fyrir í þar til gerðri landlaug og dveljast þær þar í góðu yfirlæti. Er þeim séð fyrir nægum mat, enda þurfa þær að borða um 30 kíló af mat á dag hvor, en fæða þeirra samanstendur af loðnu og síld.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Twitter Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Sjá meira
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30
Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05