Hræðist breytt fyrirkomulag í heimahjúkrun barnsins síns Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2019 20:15 Foreldri langveiksbarns segir ótækt að Sjúkratryggingar hafi sagt upp samningi sínum við heimahjúkrun langveikra barna án þess að tilkynna hvað eigi að taka við. Þau treysti alfarið á þessa þjónustu og án hennar gætu þau ekki sinnt barni sínu heima við. Forstjóri Sjúkratrygginga segir aðal atriðið ekki hver sinni þjónustunni, heldur að þjónustan sé veitt. Heimahjúkrun langveikrabarna á vegum Heilsueflingarmiðstöðvarinnar barst bréf þess efnist að frá og með 1. desember næstkomandi verði samningum Sjúkratrygginga Íslands við þjónustuna sagt upp. Í samtali við mbl, sem greindi frá þessu, sagði deildarstjóri heimahjúkrunar að þjónustan muni þá verða lögð niður. Rúmt ár er síðan síðasti samningur var undirritaður en hann átti að vera til þriggja ára. „Ástæðan fyrir því að við segjum þessu upp með þessum fyrirvara er að sjálfsögðu að hafa tíma til þess að ganga frá nýjum samningi og tryggja aðþað verði ekki þjónusturof,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga. Hún bendir á að uppsagnarákvæði séu í samningum og þau megi nýta. Endurskoða eigi almenn og sértæk ákvæði sem lúta aðþjónustu viðþessa einstaklinga.Verður gerður samningur við þessa heimaþjónustu aftur?„Það verður gerður samningur. Aðalatriðið er ekki við hvern er samið, aðal atriðið er að þessir sjúklingar fái þjónustu og það er það sem við erum að vinna að,“ segir María. Áslaug Helga Hálfdánardóttir, móðir drengs sem treystir á þjónustuna til að geta búið og lifað eðlilegu lífi utan spítala, segir mikilvægt að glata ekki því starfsfólki og starfsemi sem nú þegar sinni þjónustunni vel. Óboðlegt sé að vita ekki hver næstu skref séu, það geti aukið álagið á bráðamóttökuna. „Það er ekkert plan B. Það væri þá bara þannig að við foreldra langveikra barna værum bara að herja á bráðamóttökuna niður á Lansa. Hún myndi ekkert anna því. Þar eru bráða tilfelli á meðan við erum bara með þetta stöðuga ástand alltaf," segir Áslaug. Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Foreldri langveiksbarns segir ótækt að Sjúkratryggingar hafi sagt upp samningi sínum við heimahjúkrun langveikra barna án þess að tilkynna hvað eigi að taka við. Þau treysti alfarið á þessa þjónustu og án hennar gætu þau ekki sinnt barni sínu heima við. Forstjóri Sjúkratrygginga segir aðal atriðið ekki hver sinni þjónustunni, heldur að þjónustan sé veitt. Heimahjúkrun langveikrabarna á vegum Heilsueflingarmiðstöðvarinnar barst bréf þess efnist að frá og með 1. desember næstkomandi verði samningum Sjúkratrygginga Íslands við þjónustuna sagt upp. Í samtali við mbl, sem greindi frá þessu, sagði deildarstjóri heimahjúkrunar að þjónustan muni þá verða lögð niður. Rúmt ár er síðan síðasti samningur var undirritaður en hann átti að vera til þriggja ára. „Ástæðan fyrir því að við segjum þessu upp með þessum fyrirvara er að sjálfsögðu að hafa tíma til þess að ganga frá nýjum samningi og tryggja aðþað verði ekki þjónusturof,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga. Hún bendir á að uppsagnarákvæði séu í samningum og þau megi nýta. Endurskoða eigi almenn og sértæk ákvæði sem lúta aðþjónustu viðþessa einstaklinga.Verður gerður samningur við þessa heimaþjónustu aftur?„Það verður gerður samningur. Aðalatriðið er ekki við hvern er samið, aðal atriðið er að þessir sjúklingar fái þjónustu og það er það sem við erum að vinna að,“ segir María. Áslaug Helga Hálfdánardóttir, móðir drengs sem treystir á þjónustuna til að geta búið og lifað eðlilegu lífi utan spítala, segir mikilvægt að glata ekki því starfsfólki og starfsemi sem nú þegar sinni þjónustunni vel. Óboðlegt sé að vita ekki hver næstu skref séu, það geti aukið álagið á bráðamóttökuna. „Það er ekkert plan B. Það væri þá bara þannig að við foreldra langveikra barna værum bara að herja á bráðamóttökuna niður á Lansa. Hún myndi ekkert anna því. Þar eru bráða tilfelli á meðan við erum bara með þetta stöðuga ástand alltaf," segir Áslaug.
Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira