Segir hækkun lánavaxta til að verja hagsmuni sjóðsfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:45 Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45
Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32