Lífið

Ætlaði að hafa húsið af Halle Berry

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Halle Berry lenti í óheppilegu atviki þegar maður reyndi að hafa af henni húsið.
Halle Berry lenti í óheppilegu atviki þegar maður reyndi að hafa af henni húsið. getty/Axelle
Maður hefur verið handtekinn fyrir að gera tilraun til þess að stela húsi leikkonunnar Halle Berry. Maðurinn reyndi ekki aðeins að ræna innanstokksmunum heldur gerði hann tilraun til að hafa húsið allt af henni.Maðurinn, sem er 59 ára gamall og ber nafnið Ronald Eugene Griffin, falsaði fyrst afsalsbréf til að sýna fram á að húsið væri hans eign, þar á eftir réði hann lásasmið til að skipta út lásum að húsinu.Þar næst hringdi hann á lögregluna og hélt því fram að starfsfólk Berry væri að fara um landareign hans án leyfis.Rannsóknarlögreglumenn hjá lögreglunni í Los Angeles borg voru fljótir að komast að því að Griffin hafi rænt húsinu en Griffin hafði tekist að láta skipta um lása áður en hann var gómaður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.