Vegagerðin mátti ekki víkja frá skilmálum útboðs Reykjavegar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 16:45 Í tvígang hafnaði Vegagerðin lægsta tilboðinu í Reykjaveg en samþykkti eftir að frekari gögn voru lögð fram. Kærunefndin taldi henni ekki hafa verið heimilt að víkja frá skilmálum útboðsins. Vísir/Hanna Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur. Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur.
Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira