Enski boltinn

Derby gaf Chelsea leyfi að ræða við Lampard

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lampard verður væntanlega næsti knattspyrnustjóri Chelsea.
Lampard verður væntanlega næsti knattspyrnustjóri Chelsea. vísir/getty

Chelsea er komið með leyfi frá Derby til þess að ræða við Frank Lampard um að taka við sem knattspyrnustjóri bláklæddra.

Sky Sports greinir frá því að Chelsea sé tilbúið til þess að borga Derby þær 4 milljónir punda sem þarf til þess að fá Lampard lausann frá samningi sínum við Hrútana.

Derby sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem sagði að félagið hafi heimilað Chelsea að ræða við Frank Lampard.

„Þar sem undirbúningstímabilið nálgast óðfluga þá vonum við að með þessu geti Chelsea klárað viðræður sína með hraði. Félagið mun ekki tjá sig meira um málið,“ sagði í tilkynningunni.

Lampard er efstur á óskalista Chelsea til þess að taka við starfi Maurizio Sarri sem kvaddi Stamford Bridge eftir ár við stjórnina. Lampard tók við Derby síðasta sumar og var það hans fyrsta verkefni sem knattspyrnustjóri.

Hann stýrði Derby alla leið í úrslitaleik umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni en tapaði þar fyrir Aston Villa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.