Lífið

María Ellingsen giftist sínum heittelskaða í Færeyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Christopher Lund og María Ellingsen á stóru stundinni.
Christopher Lund og María Ellingsen á stóru stundinni. Pétur Þór Ragnarsson

María Ellingsen, leikari, leikstjóri og leikhöfundur og Christopher Lund ljósmyndari gengu í það heilaga í Færeyjum um liðna helgi í faðmi vina og ættingja.

Ferðalangar frá Íslandi mættu í síðustu viku til að verja nokkrum dögum með brúðhjónunum auk þess til að tryggja að ferðalagið gengi sem skildi. Þeir sem eru tíðir gestir í Færeyjum vita að ýmislegt getur komið upp hvað varðar samgöngur til eyjunnar fögru sem þekkir þokuna betur en flestir.

Athöfnin fór fram í lítilli fallegri kirkju í þorpinu Bøur þar sem búa aðeins nokkrir tugir fólks.

Meðal gesta voru Andri Snær Magnason rithöfundur ásmat eiginkonu sinni Margréti Sjöfn Torp og Svavar Örn hárgreiðslumaður ásamt unnusta sínum Daníel Erni Hinrikssyni svo einhverjir séu nefndir.

Christopher er vel metinn ljósmyndari eins og faðir hans Mats Wibe Lund. María er ein þekktasta leikkona þjóðarinnar og hefur bæði komið fram á fjölum og hvíta tjaldinu hérlendis sem erlendis.

Að neðan má sjá brot úr ferli hennar en margur Bandaríkjamaðurinn er vel meðvitaður um að Ísland sé grænt og Grænland þakið ís eftir senu úr kvikmyndinni Mighty Ducks 2.


Tengdar fréttir

Baráttukonan Agnes

Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.