Steindi blandar saman Landanum og The Exorcist í „alvöru sjónvarpi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2019 11:15 Steindi var í fullu fjöri í Íslandi í dag, í gær. Mynd/Skjáskot Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10