Leikjavísir

Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold

Andri Eysteinsson skrifar
Steindi er ekki bara lunkinn grínisti heldur einnig lunkinn Fortnite spilari.
Steindi er ekki bara lunkinn grínisti heldur einnig lunkinn Fortnite spilari. Vísir/Stefán

Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega.

Fimmtudaginn síðasta fengu þeir engan annan en Steinþór Hróar Steinþórsson sem landsmenn þekkja sem Steinda jr, til þess að spila með sér leikinn vinsæla.

Steindi sem er einn þekktasti grínisti þjóðarinnar er einnig lunkinn fortnite spilari en Steindi stóð einmitt upp sem sigurvegari Fortnite-keppni Reykjavíkurleikanna í  janúar.


Steindi lék á als oddi með Inga og Stefáni og grínaðist eins og enginn væri morgundagurinn.

Sjá má Steinda spila með Stefáni og Inga hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.