Lífið

Innlit í mörg hundruð milljóna heimili 22 ára YouTube-stjörnu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
David Dobrik virðist ekki alveg vita hvað hann eigi að gera við peningana.
David Dobrik virðist ekki alveg vita hvað hann eigi að gera við peningana. Mynd/YouTube.

Það getur reynst arðvænlegt að slá í gegn á YouTube líkt og YouTube-stjarnan David Dobrik getur vitnað. Architectural Digest kíkti nýverið í heimsók til Dubrik sem sýndi heimili sitt í skemmtilegu myndbandi.

Dobrik býr í hverfi í Los Angeles sem nefnist Studio City og þar hefur hann komið sér upp heimili sem samkvæmt frétt AD er metið á 2,5 milljónir dollara, um 300 milljónir króna.

Hinn 22 ára gamli Dobrik hefur slegið í gegn á YouTube þar sem 12,5 milljónir manns fylgjast með uppátækjum hans. Þá er einnig hann einnig með vinsælt hlaðvarp sem tekið er upp heima hjá honum.

Hann virðist hafa það ansi gott en meðal annars fá finna heima hjá honum bar með töluverð magni af einnota myndavélum, af einhverjum ástæðum. Það kemur ekki á óvart að hinn 22 ára gamli milljónamæringur á einnig eldvörpu og í stofunni má finna billjard-borð og risastóra og flókna nammivél. 

Dobrik er sannarlega ekki á flæðiskeri staddur og sýndi hann meðal annars blaðamönnum AD Teslu-bíl sinn sem og Ferrari, en innslagið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.