Innlent

Vélarvana bátur við Maríuhorn í Jökulfjörðum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarskip á vegum Landsbjargar var sent á vettvang.
Björgunarskip á vegum Landsbjargar var sent á vettvang. Vísir/Vilhelm
Bátur varð vélarvana við Maríuhorn í Jökulfjörðum laust fyrir klukkan tvö í dag. 13 farþegar voru um borð í bátnum.Eftir upplýsingum sem fréttastofa hefur frá Lögreglunni á Ísafirði var björgunarskip á vegum Landsbjargar ræst út og tók það bátinn í tog aftur til Ísafjarðar.Björgunarstarf gekk snurðulaust fyrir sig og engin slys urðu á fólki.

 Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að báturinn hefði strandað úti fyrir Ísafirði. Þetta hefur verið lagfært.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.