Innlent

Vélarvana bátur við Maríuhorn í Jökulfjörðum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarskip á vegum Landsbjargar var sent á vettvang.
Björgunarskip á vegum Landsbjargar var sent á vettvang. Vísir/Vilhelm

Bátur varð vélarvana við Maríuhorn í Jökulfjörðum laust fyrir klukkan tvö í dag. 13 farþegar voru um borð í bátnum.

Eftir upplýsingum sem fréttastofa hefur frá Lögreglunni á Ísafirði var björgunarskip á vegum Landsbjargar ræst út og tók það bátinn í tog aftur til Ísafjarðar.

Björgunarstarf gekk snurðulaust fyrir sig og engin slys urðu á fólki.
 


Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að báturinn hefði strandað úti fyrir Ísafirði. Þetta hefur verið lagfært.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.