Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2019 08:10 Eiríkur Ingi á ferð um Suðurland í fyrra. Mynd/Rut Sigurðardóttir Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. Eiríkur, betur þekktur sem Hjóla-Eiki, segir ákvörðunina m.a. tekna vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í hné. Hann hafi þó ekki sungið sitt síðasta í keppninni. „Svona er þetta og nú og er kallinn ekki fúll heldur orðinn reiður yfir stöðunni og verður þessum fjanda kippt í lið sama hvað, ég mæti aftur og með skap! Tel ég þetta viturlegast í stöðunni þar sem fleiri skemmtileg mót eru fram undan á næstunni og ætla ég að vera not hæfur þar ekki meira DNF kjaftæði aftur!“ skrifar Eiríkur. Hann kom sá og sigraði keppnina í fyrra og hjólaði hringinn þá á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur hafði áður lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti í WOW cyclothon. Eiríkur óskar keppinautum sínum í einstaklingskeppninni, Chris Burkard og Terri Huebler, jafnframt góðs gengis í færslunni. Ef fram fer sem horfir mun Chris slá fyrra einstaklingsmet Eiríks í WOW cyclothon en hann var á Höfn um klukkan fjögur í nótt og var undir Hvannadalshnjúk nú um sjöleytið. Samkvæmt færslum hans á Instagram í morgunsárið neyddist hann til að hægja á sér vegna hóps af rollum sem skutluðu sér fyrir framan hann. Terri Huebler var í morgun komin langleiðina yfir Möðrudalsöræfin. Í nótt urðu töluverðar sviptingar á fremstu liðum í B-flokki. Lið World Class, Airport Direct og Advania eru nú þrjú fremst og virðast hafa skilið félaga sína í Fjallbræðrum eftir, en liðin unnu fjögur saman framan af. Fjallabræður hafa dregist nokkuð aftur úr fyrsta hóp og eru nú með Team Cyren, Securitas og Tindi hjá Fosshóli. A lið deCODE B er á svipuðum slóðum en samkvæmt korti er systurliðið deCODE J nú langt fyrir aftan. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. Eiríkur, betur þekktur sem Hjóla-Eiki, segir ákvörðunina m.a. tekna vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í hné. Hann hafi þó ekki sungið sitt síðasta í keppninni. „Svona er þetta og nú og er kallinn ekki fúll heldur orðinn reiður yfir stöðunni og verður þessum fjanda kippt í lið sama hvað, ég mæti aftur og með skap! Tel ég þetta viturlegast í stöðunni þar sem fleiri skemmtileg mót eru fram undan á næstunni og ætla ég að vera not hæfur þar ekki meira DNF kjaftæði aftur!“ skrifar Eiríkur. Hann kom sá og sigraði keppnina í fyrra og hjólaði hringinn þá á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur hafði áður lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti í WOW cyclothon. Eiríkur óskar keppinautum sínum í einstaklingskeppninni, Chris Burkard og Terri Huebler, jafnframt góðs gengis í færslunni. Ef fram fer sem horfir mun Chris slá fyrra einstaklingsmet Eiríks í WOW cyclothon en hann var á Höfn um klukkan fjögur í nótt og var undir Hvannadalshnjúk nú um sjöleytið. Samkvæmt færslum hans á Instagram í morgunsárið neyddist hann til að hægja á sér vegna hóps af rollum sem skutluðu sér fyrir framan hann. Terri Huebler var í morgun komin langleiðina yfir Möðrudalsöræfin. Í nótt urðu töluverðar sviptingar á fremstu liðum í B-flokki. Lið World Class, Airport Direct og Advania eru nú þrjú fremst og virðast hafa skilið félaga sína í Fjallbræðrum eftir, en liðin unnu fjögur saman framan af. Fjallabræður hafa dregist nokkuð aftur úr fyrsta hóp og eru nú með Team Cyren, Securitas og Tindi hjá Fosshóli. A lið deCODE B er á svipuðum slóðum en samkvæmt korti er systurliðið deCODE J nú langt fyrir aftan.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15
Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04
Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. 26. júní 2019 07:00