Gróðurskemmdir eftir mótorhjólamenn í Bolungarvík Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 12:35 Pálmi Gestsson segir ekki gaman að skamma sveitunga sína en svona sé þetta nú samt. Pálmi segir myndirnar sem hann birtir ekki fanga skemmdirnar til fulls, ástandið sé talsvert verra en þær sýna. Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp. Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp.
Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25