Innlent

Nara kærir ríkið til MDE

Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar
Nara Walker lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Hún sagði viðbrögð sín hafa helgast nauðvörn og hélt því fram að hún hafi sætt grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns um árabil.
Nara Walker lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Hún sagði viðbrögð sín hafa helgast nauðvörn og hélt því fram að hún hafi sætt grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns um árabil. Fréttablaðið/Anton brink

Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Nara sendi frá sér í gær.

Nara hefur safnað yfir 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings og ætlar hún að afhenda forseta Alþingis undirskriftalistann í hádeginu á morgun. Hún hefur ritað alþingismönnum bréf og boðið þeim að vera viðstaddir afhendinguna.

„Ég tel mál mitt endurspegla alvarlegar brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi,“ er haft eftir henni í tilkynningunni.

Hún telur að íslenskt réttarkerfi hafi brugðist sér en hún var leyst úr haldi í mars eftir um þriggja mánaða dvöl í fangelsi. Þótt Nara sé laus úr haldi sætir hún enn farbanni á meðan hún lýkur skilorðsbundnum dómi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.