Innlent

Tuttugu stig í dag og yfir tuttugu stig á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Með hæðasvæðinu fylgja þokubakkar með ströndinni, sérstaklega Norðan- og Vestanlands, en sólin mun líklega ná að bræða þá af sér yfir daginn.
Með hæðasvæðinu fylgja þokubakkar með ströndinni, sérstaklega Norðan- og Vestanlands, en sólin mun líklega ná að bræða þá af sér yfir daginn. Vísir/Vilhelm
Víðáttumikið hæðasvæði ræður ríkjum yfir Íslandi og er því frekar hægur vindur og víða bjart í veðri í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings en þar segir að sá galli sé á gjöf Njarðar að með hæðasvæðinu fylgja þokubakkar með ströndinni, sérstaklega Norðan- og Vestanlands, en sólin mun líklega ná að bræða þá af sér yfir daginn.Á morgun snýst í norðvestlæga átt og þykknar upp um landið norðanvert með lítils háttar rigningu NA-til annað kvöld, en þar styttir þó upp á fimmtudaginn. Á morgun stefnir í hlýnandi veður um landið sunnanvert og líkur á að hæstu hitatölur fari yfir 20 stig.Annars eru norðlægar áttir ríkjandi næstu daga með lítils háttar vætu A-til á landinu, en lengst af bjart með köflum annars staðar og frekar hlýtt í veðri.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.