Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar

Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn Valdimars Óskarssonar framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki  endilega eftir. Rætt verður við Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fylgst með heimsókn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra Atlatnshafsbandalagsins, til Íslands en hann kom í morgun. Við tökum stöðuna á þingi. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann á fjármálaáætlun ámælisverðan og rætt verður við formann Þroskahjálpar sem er einnig ósátt við vinnubrögðin.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.