Innlent

Hyggst beita sér svo féð skili sér til SÁÁ

Ari Brynjólfsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir

Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skrifað Sjúkratryggingum Íslands bréf þar sem lögð er áhersla á að tekið sé til við samninga um þá fjármuni sem stjórnvöld hafa lofað SÁÁ. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Alþingi í gær.

Af því 150 milljóna framlagi ríkisins sem þingið samþykkti fyrir áramót hafa 25 milljónir skilað sér til SÁÁ. 125 milljónir eru inni á reikningum Sjúkratrygginga. „Nú vitum við að það er að fjölga á biðlistanum inn á Vog. Nú bíða 650 manns eftir meðferð og aðstoð á Sjúkrahúsinu Vogi. Þær tölur sem ég hafði áður voru um 600,“ sagði Inga. Góðu fréttirnar væru þó að dregið hefði úr ótímabærum dauða vegna ofneyslu ópíóða og lyfjaeitrunar.

Svandís sagði að hún hefði fundað með stjórn SÁÁ vegna málsins, verkefnið væri þó á borði Sjúkratrygginga. „Ég vænti þess að þessir peningar komist fljótt í vinnu fyrir SÁÁ og þá góðu starfsemi sem þar fer fram. Ég mun beita mér í þá veru,“ sagði ráðherrann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.