Þjóðverjar með fullt hús stiga á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Däbritz fagnar marki sínu.
Sara Däbritz fagnar marki sínu. vísir/getty

Þýskaland er með fullt hús stiga á toppi B-riðils heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á Spáni í Valenciennes í dag.

Þjóðverjar hafa unnið báða leiki sína í riðlinum 1-0. Þeir eru ósigraðir í 18 leikjum í röð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins.


Sara Däbritz, leikmaður Bayern München, skoraði eina mark leiksins þremur mínútum fyrir hálfleik.

Spánverjar voru meira með boltann í leiknum en átti aðeins tvö skot á markið.

Spænska liðið er með þrjú stig í 2. sæti riðilsins og þurfa að vinna Kínverja á mánudaginn til að komast áfram í 16-liða úrslit. Sama dag mætir Þýskaland Suður-Afríku.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.