WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 22:27 Upphaf áheitasöfnunarinnar var markað með samhjóli inn Mosfellsdal og í Reykjadal. Wow Cyclothon Opnað var fyrir áheit í Wow Cyclothon-hjólreiðakeppninni í dag en um tvö hundruð hjólreiðamenn tóku þátt í samhjóli af því tilefni í kvöld. Keppnin sjálf hefst eftir tæpar tvær vikur en að þessu sinni rennur aðalstyrkur hennar til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Hjólakvöldið sem markaði upphaf söfnunarinnar hófst við Egilshöll klukkan 18:00 í kvöld. Hjólaðir voru fyrstu kílómetrar keppnisleiðarinnar inn í Mosfellsdal, að því er segir í tilkynningu frá keppninni. Í lokin var komið við í sumarbúðunum í Reykjadal þar sem slegið var upp sameiginlegri grillveislu. Hjólreiðakeppnin stendur yfir dagana 25. til 29. júní. Mörg lið eru sögð skráð til leiks. Um níutíu milljónir króna hafa safnast frá því að Wow Cyclothon hóf göngu sína, að því er segir í tilkynningunni. Styrkurinn sem safnast með áheitum í ár á að renna til viðbyggingar við sumarbúðirnar í Reykjadal sem eiga að bæta aðstöðu og aðgengi þar. Þannig á að stækka matsal svo rýmra verði um fólk í hjólastól. „Um 250 börn og ungmenni koma árlega í sumarbúðirnar en þau eiga það öll sameiginlegt að eiga ekki kost á annarri sumardvöl vegna fötlunar. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að skapa ævintýri og nýjar upplifanir fyrir alla þá sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni.Frá vinstri: Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals, Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.Wow Cyclothon Wow Cyclothon Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Opnað var fyrir áheit í Wow Cyclothon-hjólreiðakeppninni í dag en um tvö hundruð hjólreiðamenn tóku þátt í samhjóli af því tilefni í kvöld. Keppnin sjálf hefst eftir tæpar tvær vikur en að þessu sinni rennur aðalstyrkur hennar til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Hjólakvöldið sem markaði upphaf söfnunarinnar hófst við Egilshöll klukkan 18:00 í kvöld. Hjólaðir voru fyrstu kílómetrar keppnisleiðarinnar inn í Mosfellsdal, að því er segir í tilkynningu frá keppninni. Í lokin var komið við í sumarbúðunum í Reykjadal þar sem slegið var upp sameiginlegri grillveislu. Hjólreiðakeppnin stendur yfir dagana 25. til 29. júní. Mörg lið eru sögð skráð til leiks. Um níutíu milljónir króna hafa safnast frá því að Wow Cyclothon hóf göngu sína, að því er segir í tilkynningunni. Styrkurinn sem safnast með áheitum í ár á að renna til viðbyggingar við sumarbúðirnar í Reykjadal sem eiga að bæta aðstöðu og aðgengi þar. Þannig á að stækka matsal svo rýmra verði um fólk í hjólastól. „Um 250 börn og ungmenni koma árlega í sumarbúðirnar en þau eiga það öll sameiginlegt að eiga ekki kost á annarri sumardvöl vegna fötlunar. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að skapa ævintýri og nýjar upplifanir fyrir alla þá sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni.Frá vinstri: Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals, Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.Wow Cyclothon
Wow Cyclothon Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent