Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi með nýjustu fréttir en formenn flokkanna hafa í dag reynt að ná saman um möguleg þinglok. Einnig verður rætt við forstjóra Mannvirkjastofnunar sem hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna. Hann segir líkurnar á stórum eldum hafa aukist vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars.

Þá rýnum við í nýsamþykkt umferðarlög en í þeim felst meðal annars að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna hefur verið lækkað.

Einnig skoðum við Norðurána þar sem vatnsrennsli er með minnsta móti og hamlar veiði auk þess að kíkja á nýjan kóp í Húsdýragarðinum. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×