Kvennahlaup í þrjátíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 07:45 Hrönn segir kvennahlaupið ómissandi viðburð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein