Lífið

Birta mynd af Archie í tilefni feðradagsins

Sylvía Hall skrifar
Hertogahjónin af Sussex.
Hertogahjónin af Sussex. Vísir/Getty

Hertogahjónin af Sussex fagna nú fyrsta feðradegi Harry Bretaprins eftir að sonur þeirra Archie kom í heiminn en fimm vikur eru síðan drengurinn kom í heiminn.

Archie er fyrsta barn þeirra beggja og því stór dagur í lífi Harry sem nýbakaður faðir. Í tilefni dagsins birtu hjónin mynd af syninum í fangi föður síns þar sem hann heldur utan um fingur hans.


 
 
 
View this post on Instagram
Happy Father’s Day! And wishing a very special first Father’s Day to The Duke of Sussex SussexRoyal
A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on


„Gleðilegan feðradag! Við óskum hertoganum af Sussex sérstaklega til hamingju með sinn fyrsta feðradag,“ er skrifað við myndina.

Archie Harrison Mountbatten-Windsor fæddist þann 6. maí síðastliðinn og hafa hjónin verið í skýjunum með soninn. Hann er sá sjöundi í erfðaröðinni að ensku krúnunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.