Sport

Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu.Murray var tilbúinn að leggja tennisspaðann á hilluna fyrir fimm mánuðum síðan vegna þrálátra vandamála í mjöðm en er nú að undirbúa endurkomu sína á Queens mótinu sem hefst í dag.Skotinn fór í aðgerð í janúar sem breytti lífi hans að eigin sögn.„Ég vissi ekki hvernig mér myndi líða ef ég færi í aðgerðina, en þetta hefur verið frábært og breytti lífi mínu,“ saðgi fyrrum efsti maður heimslistans við BBC.„Ég hlakka til að snúa aftur en ég veit ekkert við hverju ég á að búast og set engar kröfur á mig.“Murray mun taka þátt í tvíliðaleik með Spánverjanum Feliciano Lopez á mótinu sem fer fram í Lundúnum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.