Sport

Murray gæti hætt í næstu viku en dreymir um að ná einu Wimbledonmóti í viðbót

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Murray réði ekki við tilfinningar sínar á blaðamannafundinum í gær
Murray réði ekki við tilfinningar sínar á blaðamannafundinum í gær vísir/getty
Andy Murray mun leggja tennisspaðann á hilluna í sumar eftir Wimbledon mótið í Lundúnum. Hann gæti þó þurft að setja spaðann upp strax í næstu viku.Murray er á meðal þátttakanda á Opna ástralska mótinu sem fer fram í Melbourne í næstu viku. Á blaðamannafundi í gær sagði Murray að hann ætlaði að láta gott heita eftir Wimbledon en meiðsli gætu neitt hann til þess að hætta fyrr.„Ég veit ekki hvort ég næ að spila í gegnum sársaukann í fjóra eða fimm mánuði í viðbót,“ sagði Murray en hann á þrjá risatitla í verðlaunaskápnum.„Ég vil ná Wimbledon og hætta eftir það, en ég er ekki viss um að ég nái því.“Murray er þó staðráðinn í því að mæta til leiks í fyrstu umferð á Opna ástralska, einu af risamótunum fjórum, þar sem hann mætir Spánverjanum Roberto Bautista.Murray hefur barist við meiðsli í langan tíma en virðist ekki ætla að ná sér af þeim almennilega og hefur því ákveðið að láta gott heita, 31 árs að aldri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.