Costco sýknað í innkaupakerrumáli Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2019 21:44 Costco var sýknað fyrir héraðsdómi í dag. Vísir/Ernir Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira