Lífið

Meirihluti borgarstjórnar fagnar árs afmæli

Veðrið var fallegt á laugardaginn þegar meirihluti borgarstjórnar fagnaði árs samstarfi.
Veðrið var fallegt á laugardaginn þegar meirihluti borgarstjórnar fagnaði árs samstarfi. Fréttablaðið/MARÍA GUÐRÚN RÚNARSDÓTTIR

Margt var um manninn á Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll þar sem meirihlutinn í Reykjavík fagnaði eins árs afmæli. Afmælið var haldið laugardaginn 15. júní en meirihlutasamstarf Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna fór formlega af stað 12. júní 2018 í kjölfar borgarstjórnarkosninga.

Stormasamt hefur verið í borgarstjórn á þessu fyrsta ári nýs meirihluta og þótti flokkunum afmælið ærið tilefni til að þakka sínu fólki fyrir stuðninginn. Ekki var annað að sjá en fólk skemmti sér vel í partíinu og nyti útsýnisins yfir miðborgina sem skartar sínu allra fegursta eftir blíðviðri síðustu vikna. Oddvitar flokkanna léku á als oddi og þökkuðu sínu fólki innilega fyrir vel unnin störf og kærkominn stuðning.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.