Lífið

Sjáðu þegar Rikki G var steggjaður í listflugi

Andri Eysteinsson skrifar
Twitter/EgillGillz

Útvarps og Sjónvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason gekk í það heilaga seint á síðasta ári. Nú fyrr á árinu tóku félagar Ríkharðs upp á því að steggja vin sinn þrátt fyrir að brúðkaupið væri löngu liðið.

Fóru þeir meðal annars með Ríkharð í listflug á einshreyfilsvél frá Reykjavíkurflugvelli, ljóst er að Ríkharð, sem Egill Einarsson segir vera flughræddasta mann landsins, naut útsýnisins ekki til fulls í listfluginu sem honum var boðið upp á.

Áðurnefndur Egill Einarsson, útvarpsmaður og einkaþjálfari, birti myndband frá flugferðinni á Twitter og má sjá myndbandið hér að neðan.

Segja má að viðbrögð Rikka séu kostuleg en skiljanleg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.