Lífið

Lance Armstrong á Íslandi ásamt unnustunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Anna Marie Hansen og Lance Armstrong.
Anna Marie Hansen og Lance Armstrong. Vísir/Getty
Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong er staddur hér á landi ásamt sambýliskonu sinni Önnu Marie Hansen. Mbl.is greindi fyrst frá.

Anna birti mynd af sér á hjóli í Reykjadal í gær en í dag birti Lance Armstrong myndband frá Hraunfossum í Hvítá í Borgarfirði en Anna birti um svipað leyti myndband af þeim á leið til Langjökuls.

Armstrong vann Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, sjö ár í röð á árunum 1999 til 2005 eftir að hafa barist við krabbamein nokkrum árum áður. Armstrong var lengi undir grun um neyslu frammistöðubætandi efna á borð við stera en hann neitaði því ávallt.

Hann viðurkenndi loks sök sína í janúar árið 2013 í viðtali við Oprah Winfrey. Hann var í kjölfarið sviptur öllum verðlaunum og missti alla styrktaraðila sína. 

Lance og Anna Marie hafa verið saman frá árinu 2008 og eiga tvö börn saman, Mas og Olivia. Þau trúlofuðu sig árið 2017 og virðist lífið leika við þau á Íslandi í dag.

 
 
 
View this post on Instagram
Epic day of riding in Iceland! Thanks to @icebike for the amazing time!!

A post shared by Anna Hansen (@annahansen2) on Jun 16, 2019 at 10:04am PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×