Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30

Einnig er rætt við prófessor í líffræði sem segir lúsmýið komið til að vera og ekki nóg með það, heldur mun það dreifa sér um allt land. Við förum yfir daginn á Alþingi en þar voru ýmis frumvörp samþykkt í atkvæðagreiðslu, þar á meðal frumvarp um kynrænt sjálfræði.

Við förum í Mýrdalshrepp og ræðum við ferðaþjónustuaðila sem segja sumarið líta vel út, skoðum nýja farþegaþotu Airbus sem Icelandair skoðar að kaupa og skellum okkur í 100 ára afmæli allra Íslendinga sem ná þeim háa aldri á árinu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.