Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2019 20:00 Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43