Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2019 20:00 Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43