Bella Hadid biðst afsökunar á Instagram-færslu Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 16:37 Bella Hadid er ein vinsælasta fyrirsæta heims um þessar mundir. Vísir/Getty Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019
Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira