Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júní 2019 04:00 Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Vísir/Vilhelm Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira