Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:00 Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. FBL/Jón Sigurðsson Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira