Köldu pottarnir stóðust ekki heilbrigðiskröfur Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 14:41 Kallað eftir tíðari þrifum á köldu pottunum á Austurlandi. Myndin er frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Vísir/Einar Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur farið fram á tíðari þrif á köldum kerjum við opinbera sundstaði á svæðinu. Þetta gerðu starfsmenn eftirlitsins eftir að könnun á baðvatni leiddi í ljós að flest þeirra sýna sem stóðust ekki kröfur voru úr köldum kerjum.Niðurstaðan birtist í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem birt var í vikunni. Þar kemur fram að af 61 baðvatnssýni sem tekið var á árinu 2018 þá stóðust 90 prósent sýnanna kröfur. Flest þeirra sýna sem féllu á prófinu árið 2018 voru sýni sem tekin voru úr köldum kerjum við opinbera sundstaði. Samkvæmt breytingu sem gerð var árið 2017 á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er ekki gerð krafa um hreinsibúnað eða sótthreinsun á kerjum sé hægt að ábyrgjast heilnæmi vatnsins á annan hátt. Til dæmis með miklu rennsli í gegnum þau. „Vera má að auknar vinsældir kaldra baða kalli á sjálfvirkan hreinsibúnað. Standist sýni úr köldum kerjum ekki gæðakröfur, gerir heilbrigðiseftirlitið kröfu um að kerin séu tæmd og þrifin oftar, vilji rekstraraðili ekki setja klór í þau,“ segir í skýrslunni. Lára Guðmundsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, fer með eftirlit á sviði hollustuhátta. Hún segir stærri sundstaði farna að setja venjulegar sundlaugarsandsíur í köldu pottana ásamt klór.Kaldir pottar eru víða á Íslandi en þeir sem eru á Austurlandi eru ekki með síu eða klórdælu og þarf því að hreinsa þá oftar. Þessi kaldi pottur tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÞannig er það þó ekki á Austurlandi enda köldu pottarnir ögn meiri nýlunda á svæðinu en annars staðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða timburpotta og fiskikör við sundlaugarnar. Sýnin eru tekin á sumrin þegar umferðin er sem mest í sundlaugarnar. Lára segir köldu pottana njóta síaukinna vinsælda á Austurlandi og því hafi staðan á vatninu í þeim versnað með aukinni umferð. „Ég hef ekki gert kröfu um neitt nema að þrifin séu aukin á pottunum, að þeir séu tæmdir og þrifnir oftar í viku. En ég hef ekki farið fram á að það sé settur klór í þá,“ segir Lára í samtali við Vísi. „Þetta eru það lágar tölur. Þær eru ekki að fara yfir mörk sem koma fyrir í náttúrulaugareglugerðinni. Það hefur sýnt sig að tíðari þrif duga til að halda þessu í skefjum,“ segir Lára. Þegar sýni eru rannsökuð í baðvatni er heildargerlafjöldi skoðaður og þar á meðal hvort e-coli saurgerlar finnast. Til að standast kröfur má magnið ekki ná einum, en það er algengasta magnið sem hefur fundist í köldu kerjunum á Austurlandi. Lára tekur fram að það sé mjög lágt, ef þeir færu upp í hundrað þá væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Í reglugerð um náttúrulaugar má magnið ná þúsund, sem er mun hærra en víða erlendis. Lára nefnir að í Sundlaug Akureyrar sé kaldur pottur með sandsíu og klórdælu. Þannig sé það sömuleiðis víða á höfuðborgarsvæðinu. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur farið fram á tíðari þrif á köldum kerjum við opinbera sundstaði á svæðinu. Þetta gerðu starfsmenn eftirlitsins eftir að könnun á baðvatni leiddi í ljós að flest þeirra sýna sem stóðust ekki kröfur voru úr köldum kerjum.Niðurstaðan birtist í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem birt var í vikunni. Þar kemur fram að af 61 baðvatnssýni sem tekið var á árinu 2018 þá stóðust 90 prósent sýnanna kröfur. Flest þeirra sýna sem féllu á prófinu árið 2018 voru sýni sem tekin voru úr köldum kerjum við opinbera sundstaði. Samkvæmt breytingu sem gerð var árið 2017 á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er ekki gerð krafa um hreinsibúnað eða sótthreinsun á kerjum sé hægt að ábyrgjast heilnæmi vatnsins á annan hátt. Til dæmis með miklu rennsli í gegnum þau. „Vera má að auknar vinsældir kaldra baða kalli á sjálfvirkan hreinsibúnað. Standist sýni úr köldum kerjum ekki gæðakröfur, gerir heilbrigðiseftirlitið kröfu um að kerin séu tæmd og þrifin oftar, vilji rekstraraðili ekki setja klór í þau,“ segir í skýrslunni. Lára Guðmundsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, fer með eftirlit á sviði hollustuhátta. Hún segir stærri sundstaði farna að setja venjulegar sundlaugarsandsíur í köldu pottana ásamt klór.Kaldir pottar eru víða á Íslandi en þeir sem eru á Austurlandi eru ekki með síu eða klórdælu og þarf því að hreinsa þá oftar. Þessi kaldi pottur tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÞannig er það þó ekki á Austurlandi enda köldu pottarnir ögn meiri nýlunda á svæðinu en annars staðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða timburpotta og fiskikör við sundlaugarnar. Sýnin eru tekin á sumrin þegar umferðin er sem mest í sundlaugarnar. Lára segir köldu pottana njóta síaukinna vinsælda á Austurlandi og því hafi staðan á vatninu í þeim versnað með aukinni umferð. „Ég hef ekki gert kröfu um neitt nema að þrifin séu aukin á pottunum, að þeir séu tæmdir og þrifnir oftar í viku. En ég hef ekki farið fram á að það sé settur klór í þá,“ segir Lára í samtali við Vísi. „Þetta eru það lágar tölur. Þær eru ekki að fara yfir mörk sem koma fyrir í náttúrulaugareglugerðinni. Það hefur sýnt sig að tíðari þrif duga til að halda þessu í skefjum,“ segir Lára. Þegar sýni eru rannsökuð í baðvatni er heildargerlafjöldi skoðaður og þar á meðal hvort e-coli saurgerlar finnast. Til að standast kröfur má magnið ekki ná einum, en það er algengasta magnið sem hefur fundist í köldu kerjunum á Austurlandi. Lára tekur fram að það sé mjög lágt, ef þeir færu upp í hundrað þá væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Í reglugerð um náttúrulaugar má magnið ná þúsund, sem er mun hærra en víða erlendis. Lára nefnir að í Sundlaug Akureyrar sé kaldur pottur með sandsíu og klórdælu. Þannig sé það sömuleiðis víða á höfuðborgarsvæðinu.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent