Óvissustigi vegna Öræfajökuls aflýst 5. júní 2019 15:55 Öræfajökull. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli undanfarna mánuði en vikulegur fjöldi þeirra frá því í febrúar síðastliðnum hefur verið undir 20. Flestar vikur á þessu tímabili hafa jarðskjálftar verið færri en 10 sem er mun minni virkni en misserin þar á undan. Jarðskjálftar stærri en 2.0 hafa ekki orðið í Öræfajökli frá því í febrúar og frá svipuðum tíma hefur losuð orka í skjálftum lítið vaxið.Þá hefur hægt á landrisi eða þenslu af völdum kvikuhreyfinga og merki um landris sem sést á GPS mælistöðvum í grennd við Öræfajökul virðist fyrst og fremst stafa af fargbreytingum vegna rýrnunar jökla. Á undanförnum mánuðum hefur rennsli í ám umhverfis Öræfajökul verið í góðu samræmi við úrkomu og lofthita, ekki hefur orðið vart við jarðhitavatn í Kotá, Kvíá og Virkisá. Rafleiðni í þessum ám hefur einnig verið innan eðlilegra marka. Þegar órói hófst í Öræfajökli haustið 2017 var net vöktunarmæla á svæðinu þétt til muna. Jarðskjálftamælum og GPS tækjum sem nema jarðskorpuhreyfingar var fjölgað og rennslis- og leiðnimælum í ám var komið upp. Allir þessir mælar streyma gögnum til Veðurstofu Íslands þar sem náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar fylgjast með gögnunum allan sólarhringinn. Bætt vöktunarkerfi eykur líkurnar á því að hægt sé að vara við yfirvofandi eldgosi í tíma og rekstur slíks kerfis í byggð sem stendur svo nærri eldfjalli er lífsnauðsyn. Óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli var lýst yfir þann 17. nóvember 2017 vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í fjallinu, flóða í Kvíá og brennisteinslyktar frá henni og myndunar sigketils í ísnum í öskju á toppi Öræfajökuls. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli undanfarna mánuði en vikulegur fjöldi þeirra frá því í febrúar síðastliðnum hefur verið undir 20. Flestar vikur á þessu tímabili hafa jarðskjálftar verið færri en 10 sem er mun minni virkni en misserin þar á undan. Jarðskjálftar stærri en 2.0 hafa ekki orðið í Öræfajökli frá því í febrúar og frá svipuðum tíma hefur losuð orka í skjálftum lítið vaxið.Þá hefur hægt á landrisi eða þenslu af völdum kvikuhreyfinga og merki um landris sem sést á GPS mælistöðvum í grennd við Öræfajökul virðist fyrst og fremst stafa af fargbreytingum vegna rýrnunar jökla. Á undanförnum mánuðum hefur rennsli í ám umhverfis Öræfajökul verið í góðu samræmi við úrkomu og lofthita, ekki hefur orðið vart við jarðhitavatn í Kotá, Kvíá og Virkisá. Rafleiðni í þessum ám hefur einnig verið innan eðlilegra marka. Þegar órói hófst í Öræfajökli haustið 2017 var net vöktunarmæla á svæðinu þétt til muna. Jarðskjálftamælum og GPS tækjum sem nema jarðskorpuhreyfingar var fjölgað og rennslis- og leiðnimælum í ám var komið upp. Allir þessir mælar streyma gögnum til Veðurstofu Íslands þar sem náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar fylgjast með gögnunum allan sólarhringinn. Bætt vöktunarkerfi eykur líkurnar á því að hægt sé að vara við yfirvofandi eldgosi í tíma og rekstur slíks kerfis í byggð sem stendur svo nærri eldfjalli er lífsnauðsyn. Óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli var lýst yfir þann 17. nóvember 2017 vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í fjallinu, flóða í Kvíá og brennisteinslyktar frá henni og myndunar sigketils í ísnum í öskju á toppi Öræfajökuls.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira