Tónlist

Föstudagsplaylisti Hatara

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Endalok Hatara eru yfirvofandi.
Endalok Hatara eru yfirvofandi. Ásta Sif Árnadóttir
Á síðasta föstudegi ársins heldur margmiðlunarsamsteypan Hatari sína síðustu tónleika. Það er því vel við hæfi að síðasti föstudagslagalisti ársins sé settur saman af sveitinni.



Löngu er uppselt á tónleikana í almennri miðasölu en örfáir miðar verða í boði við hurð. Mælt er með að gestir mæti tímanlega þegar miðasala opnar klukkan 20:00 til að næla sér í miða.

Uppljóstrarinn þjóðkunni Bára Halldórsdóttir uppgötvaði Hatara aðeins nýlega og bað fyrr í dag um miða í athugasemd við viðburðinn á Facebook. Svikamylla ehf., rekstraraðili Hatara, varð við bóninni.

„Ef einhver hefur með aðdáunarverðum hætti afhjúpað linnulausa svikamyllu hversdagsleikans á árinu sem senn er liðið ert það þú, en Hatari hefur ekki náð því yfirlýsta markmiði á sínum stutta og árangurssnauða ferli, eins og fram hefur komið. Megi miðarnir gleðja þig nú á þessum síðustu dögum fulltrúalýðræðisins,“ kom meðal annars fram í svari Svikamyllu.

Fyrir viku síðan birti sveitin svo sína síðustu útgáfu, lagið Spillingardans. Árið 2017 hafði stuttskífan Neysluvara komið út, þeirra eina áþreifanlega útgáfa.

Hér að neðan má hlýða á endalokalagalista Hatara.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×