Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 10:11 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Tímabært sé að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga, hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. „Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð.“ Silja tjáir sig á Facebook en þingmenn Miðflokks, þar sem í brúnni eru fyrrverandi lykilmenn innan Framsóknarflokksins, hafa haldið uppi málþófi undanfarið í umræðu um þriðja orkupakkann. Þingfundur er á dagskrá klukkan 15:30 í dag þar sem áfram stendur til að ræða þriðja orkupakkann. Aðeins þingmenn Miðflokks eru á mælendaskrá. Orð Silju Daggar skýra ágætlega þá gjá sem virðist vera á milli Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson. Sigmundur var forsætisráðherra og Gunnar Bragi utanríkisráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins áður en upp úr sauð innan Framsóknar. „Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sôsíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun...“ veltir Silja Dögg upp í kaldhæðnistón. „Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga.“ Svo verði þetta sama fólk sármóðgað ef minnst sé á „einangrunarhyggju“. Silja Dögg veltir fyrir sér hvort ekki kveikni einhverjar viðvörunarbjöllur hjá fólki þegar það hlusti á málflutning Miðflokksmanna. „Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Tímabært sé að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga, hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. „Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð.“ Silja tjáir sig á Facebook en þingmenn Miðflokks, þar sem í brúnni eru fyrrverandi lykilmenn innan Framsóknarflokksins, hafa haldið uppi málþófi undanfarið í umræðu um þriðja orkupakkann. Þingfundur er á dagskrá klukkan 15:30 í dag þar sem áfram stendur til að ræða þriðja orkupakkann. Aðeins þingmenn Miðflokks eru á mælendaskrá. Orð Silju Daggar skýra ágætlega þá gjá sem virðist vera á milli Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson. Sigmundur var forsætisráðherra og Gunnar Bragi utanríkisráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins áður en upp úr sauð innan Framsóknar. „Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sôsíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun...“ veltir Silja Dögg upp í kaldhæðnistón. „Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga.“ Svo verði þetta sama fólk sármóðgað ef minnst sé á „einangrunarhyggju“. Silja Dögg veltir fyrir sér hvort ekki kveikni einhverjar viðvörunarbjöllur hjá fólki þegar það hlusti á málflutning Miðflokksmanna. „Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira