Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2019 21:00 Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson. Kína Orkumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson.
Kína Orkumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira