Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi
Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19