Lífið

Áslaug Arna selur fallega íbúð í Stakkholti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áslaug hefur komið sér vel fyrir í Stakkholtinu.
Áslaug hefur komið sér vel fyrir í Stakkholtinu.

Þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur sett fallega íbúð sína við Stakkholt á sölu en ásett verð er 46,9 milljónir.

Um er að ræða bjarta og vel skipulagða 72 fermetra tveggja herbergja íbúð með góðum svölum til suðausturs á 4. hæð í vel staðsettu og nýlegu fjölbýlishúsi. Mbl greindi fyrst frá.

Húsið var byggt árið 2014 og er eitt svefnherbergi í eigninni. Áslaug hefur komið sér vel fyrir eins og sést á meðfylgjandi myndum hér að neðan.
 

Nýlegt fjölbýlishús við Hlemm.
Stofan og eldhúsið eitt stórt og gott rými.
Nýlegt og skemmtilegt eldhús.
Blái Sjálfstæðisflokksliturinn virkar vel í svefnherberginu.
Fínasta baðherbergi.
Svalir til suðausturs.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.