"Spurning hvort breytingar henti okkur mönnunum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 20:00 Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira