Innlent

Hæg­lætis­veður á landinu en hvessir síð­degis

Atli Ísleifsson skrifar
Síðdegis á morgun mun snúast í sunnanátt með dálítilli rigningu sunnan og vestantil.
Síðdegis á morgun mun snúast í sunnanátt með dálítilli rigningu sunnan og vestantil. vísir/vilhelm

Veðurstofan spáir hæglætisveðri i dag, þurru og björtu þar sem hitinn verður á bilinu þrjú til tíu stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að spáð sé vaxandi austanátt sunnan heiða síðdegis, tíu til átján metrum á sekúndu. Rigning í kvöld og hvassast syðst á landinu.

Síðdegis á morgun mun svo snúast í sunnanátt með dálítilli rigningu sunnan og vestantil, en lengst að þurrt nyrðra. Hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig, hlýjast norðanlands.

„Víðast hvar var frost í nótt en í kvöld koma skil upp að landinu sunnaverðu með rigningarskil og mildara loft í farteskinu. Eins og svo oft áður nær rigningin við illan leik norður yfir heiðar þannig að Norðlendingar verða láta sér lynda að fá bara mildar suðlægar áttir á meðan íbúar á sunnaverðu landinu taka við vætunni. Áfram gera spár ráð fyrir mildum suðlægum áttum í komandi viku og ættu áhrif norðan hretsins að verða búinn seint á morgun.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag: Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, skýjað og dálítil rigning öðru hverju S- og V-lands. Hægari vindur og bjart með köflum á N- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan heiða. 

Á fimmtudag: Sunnan 3-8 og víða léttskýjað N- og A-lands, en skúrir á S- og V-landi. Hiti breytist lítið. 

Á föstudag og laugardag: Austlæg átt og víða léttskýjað á NA-verðu landinu, annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.