Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sína bekkjarstofu það sem eftir er skólaársins.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Íbúi í Grafarholti kom að innbrotsþjófi í íbúð sinni aðfaranótt laugardags og rak hann á brott. Íbúinn segist hafa lært það að læsa alltaf íbúðinni en þjófurinn braust inn nokkrum mínútum eftir að hann fór að heiman. Við ræðum við varaformann Landsbjargar um viðamikla björgunaræfingu sem fór fram í Kirkjufelli í gær en hann segir fjallið vera það hættulegasta á landinu. Þá fylgjumst við með stuðningsmönnum Liverpool biðja fyrir sínu liði í messu í Seljakirkju í dag, ræðum við liðsmenn Hatara á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv og fáum fregnir af krummapari og ungum þeirra á Selfossi, en fjölskyldan er í beinni útsendingu allan sólarhringinn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×