Lífið

Ísraelsk ofurfyrirsæta lofar geggjaðri útsendingu í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Frá vinstri: Assi Azar, Bar Refaeli, Erez Tal og Lucy Ayoub.
Frá vinstri: Assi Azar, Bar Refaeli, Erez Tal og Lucy Ayoub. Eyal Nevo‏

Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Tel Aviv í kvöld og hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Bar Refaeli, Erez Tal, Assi Azar and Lucy Ayoub verða kynnar kvöldsins, tvær konur og tveir karlar, en fjallað er um kynnana á heimasíðu keppninnar.

Bar Refaeli er alþjóðleg ofurfyrirsæta og ein sú fyrsta frá Ísrael til að sitja fyrir á forsíðu sundútgáfu Sports Illustrated. Hún er reynslumikil þegar kemur að því að kynna í sjónvarpi og má nefna The X Factor í Ísrael árið 2013 og Million Dollar Shooting Star árið 2012, sem var hennar hugmynd að sjónvarpsþætti.

Erez Tal hefur verið kynnir í tíu þáttaröðum af Big Brother en hefur auk þess mikla reynslu af þáttastjórnum, þá aðallega leikjaþáttum.

Assi Azar er þekktur í sjónvarpinu í Ísrael og meðal annars verið gestgjafi í þáttunm Israel's Rising Star, þar sem framlag Ísraels til Eurovision er valið. Þá er hann á topp 100 lista Out Magazine á 100 áhrifamestu samkynhneigða fólkinu.

Lucy Ayoub er tiltölulega nýkomin fram á sjónarsviðið en hún nýtur mikilla vinsælda á YouTube. Hún greindi frá stigum ísraelsku dómnefndarinnar í fyrra þegar keppt var í Lissabon.

Refaeli lofar mikilli og góðri skemmtun enda kunni Ísraelar að búa til gott sjónvarp.

Kynnarnir fjórir bregða á leik í myndbandinu hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.