Lífið

Hatari upp í sjöunda sæti hjá veðbönkum

Andri Eysteinsson skrifar
Hatari fór í dag upp í sjöunda sæti úr því tíunda.
Hatari fór í dag upp í sjöunda sæti úr því tíunda. Vísir/AP

Hagur Strympu hefur nú vænkast, sé Strympa, sigurlíkur Hatara í Eurovision samkvæmt veðbönkum. Hatari hefur með frammistöðu sinni í kvöld, sem tryggði Íslandi fyrsta úrslitasæti sínu í Eurovision frá árinu 2014, komist úr níunda sæti hjá veðbönkum, yfir þær þjóðir sem líklegastar þykja til að hreppa hnossið, í það sjöunda.

Í gær, mánudag var Ísland hins vegar tíunda landið á listanum. Listi yfir stuðla helstu veðbanka heims er birtur á vefnum Eurovisionworld og má þar sjá að enn eru taldar 25% líkur á sigri Hollands með lagið Arcade í flutningi Duncan Laurence.

Hatari komst því með frammistöðu sinni í kvöld framfyrir hinn ítalska Mahmood sem flytur lagið Soldi á laugardag.

Eins og áður sagði segja veðbankar mestar líkur á hollenskum sigri en Svíum og Áströlum er spáð næstu sætum þar á eftir.

Lag San Marino, Say Na Na Na, sem enginn bjóst við að kæmist áfram hoppaði upp um 10 sæti á listanum, frá því 38. Niður í 28. Sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.