Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna elds í húsi í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp í þaki hússins.
Eldurinn kom upp í þaki hússins. Vísir/Egill

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í þaki fjölbýlishús við Funalind 1 í Kópavogi.

Uppfært 18:00:

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er búið að ná tökum á eldinum og hann farinn að minnka. Rýma þurfti efstu hæðir hússins, en ekki er vitað um tjón.

Þrjár slökkvistöðvar voru sendar á vettvang og er nú búið að senda eina til baka. Tilkynning um eldinn barst klukkan 17:15.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Tilkynning barst um kl 17:15. vísir/egill
Erna B. Einarsdóttir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.