Lífið

Þessar þjóðir keppa við Hatara á laugardaginn

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Svíinn rauk áfram.
Svíinn rauk áfram. eurovision.tv/Andres Putting
Í kvöld fór fram annar undanúrslitariðillinn í Eurovision og komust þá tíu þjóðir til viðbótar áfram á lokakvöldið.

Á þriðjudaginn komust þessar þjóðir áfram: Grikkland, Hvíta-Rússland, Serbía, Kýpur, Eistland, Tékkland, Ástralía, Ísland, San Marínó og Slóvenía.

Í kvöld komust tíu þjóðir til viðbótar áfram og þær eru: Norður-Makedónía, Holland, Albanía, Svíþjóð, Rússland, Aserbadjan, Danmörk, Noregur, Sviss og Malta.

Þær þjóðir sem leggja mest til EBU - Spánn , Þýskaland, Frakkland, Bretland og Ítalía - keppa allar á úrslitakvöldinu, auk þess að gestgjafarnir Ísrael verða með sinn fulltrúa. 

Þetta eru því þær 26 þjóðir sem koma fram í Expo-höllinni í Tel Aviv á laugardaginn.

Fróðlegt er að fylgjast með veðbönkum þessa stundina. Ástralir eru komnir í 2. sætið á kostnað Svía og Sviss er komið í 6. sæti fyrir ofan okkur Íslendinga sem sitja í 7. sæti. Reikna má með töluverðum breytingum í kvöld nú þegar undanúrslitunum er lokið.

Framlag Hollands þykir enn langsigurstranglegast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×