Lífið

Ráðist að Schwarzenegger í Suður-Afríku

Andri Eysteinsson skrifar
Sparkað var hressilega í Arnold sem kippti sér ekki mikið upp við höggið.
Sparkað var hressilega í Arnold sem kippti sér ekki mikið upp við höggið. Getty/Sam Tabone

Tortímandinn, líkamsræktarfrömuðurinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger varð fyrir árás í Suður-Afríku í dag.

Arnold er staddur í Suður-Afríku vegna Arnold Africa Classic íþróttamótsins sem hann stendur fyrir.

Hinn 71 árs gamli Schwarzenegger var að taka Snapchat myndir af stúlkum í sippkeppni mótsins þegar að maður hljóp skyndilega að honum stökk upp og sparkaði í bak Austurríkismannsins. Öryggisverðir gripu manninn snarlega og komu honum í burt.

Arnold segir á Twitter síðu sinni að honum hafi ekki orðið meint af árásinni og kvaðst ekki hafa tekið eftir því að sparkað hafi verið í hann, hann hafi talið að æstur múgurinn hafi rekist á hann eins og gerist oft. Arnold sagðist að lokum ánægður með að „fíflið hafi ekki eyðilagt Snappið“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.